Jafnréttisstefna

Eineltisstefna

Umhverfisstefna

Persónuverndarstefna

Fræðsla og forvarnir

Siðareglur

Siðareglur

Almennt

  1. Siðareglur þessar eiga við um alla starfsmenn Selfoss-Körfu. Orðið „starfsmaður“ á við alla þá er koma að starfi innan félagsins; þjálfara, sjálfboðaliða, stjórnarfólk, foreldra og aðra þá sem koma fram fyrir hönd þess. Stjórn ber ábyrgð á því að kynna siðareglurnar innan félagsins, að þær séu sýnilegar og í hávegum hafðar.
  2. Siðareglur þessar byggja á siðareglum ÍSÍ, sjá nánar: (http://www.isi.is/fraedsla/forvarnir/sidareglur/)

Siðareglur

  1. Komdu fram af fullkomnum heilindum og láttu framkomuna endurspegla viðhorf þitt til gilda félagsins, og grundvallarreglna og markmiða íþrótta- og Ólympíuhreyfingarinnar.
  2. Forðastu að upp komi sérhver sú staða sem leitt getur til hagsmunaárekstra.
  3. Vertu hlutlaus í samskiptum þínum við opinberar stofnanir, innlend og alþjóðleg samtök sem og önnur sambönd eða hópa í samræmi við grundvallarhugsjónir íþróttahreyfingarinnar.
  4. Gættu þess að misbjóða ekki virðingu einstaklinga eða hópi einstaklinga t.d. hvað varðar kynferði, þjóðerni, kynþátt, litarhaft, menningu, tungumál, trúarbrögð, kynhneigð og stjórnmálaskoðanir.
  5. Tryggðu að persónuleg réttindi þeirra aðila sem þú ert í sambandi við og átt í samskiptum við f.h. félagsins séu varin, virt og tryggð.
  6. Gerðu þér grein fyrir trúnaðarskyldum við störf.
  7. Taktu ekki við gjöfum og hlunnindum ef verðmæti þeirra er umfram það sem eðlilegt getur talist. Gefðu heldur ekki gjafir eða veittu hlunnindi ef verðmæti þeirra er umfram það sem eðlilegt getur talist.
  8. Þiggðu aldrei mútur.
  9. Taktu aldrei við umboðslaunum eða loforðum um umboðslaun, fyrir hvers konar samningagerð við skyldustörf.
  10. Taktu aldrei, hvort heldur er með beinum eða óbeinum hætti, þátt í veðmálum, fjárhættuspilum, happdrætti og þess háttar viðburðum eða viðskiptum í tengslum við íþróttaviðburði sem þú getur haft áhrif á.

Hegðunarviðmið

Fyrir iðkendur

  1. Gerðu alltaf þitt besta og berðu virðingu fyrir öðrum.
  2. Kynntu þér reglur íþróttagreinarinnar og vertu háttvís í hvívetna.
  3. Taktu þátt af því að það er gaman en ekki til að þjóna hagsmunum annarra; styrktaraðila, foreldra eða þjálfara.
  4. Berðu virðingu fyrir bæði sam- og mótherjum.
  5. Ekki láta í ljósi neikvæðar eða niðrandi athugasemdir gagnvart öðrum iðkendum, keppinautum, dómurum, þjálfurum og liðsstjórum, eða öðrum aðilum sem koma að íþróttastarfi með einum eða öðrum hætti.
  6. Komdu fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
  7. Gerðu þér grein fyrir því að þú ert fyrirmynd þeirra sem yngri eru.

Fyrir þjálfara

  1. Vertu iðkendum þínum góð fyrirmynd og spornaðu gegn óíþróttamannslegri og niðurlægjandi hegðun.
  2. Skapaðu iðkendum tækifæri til að þroska og nýta hæfileika sína og gættu þess að æfingar hæfi aldri og þroska.
  3. Sýndu íþróttinni virðingu og virtu reglur hennar, venjur og siði. Stuðlaðu að því að iðkendur geri slíkt hið sama og kenndu þeim að virða dómara og keppinauta.
  4. Hrósaðu iðkendum og taktu tillit til aldurs og þroska.
  5. Komdu eins fram við alla iðkendur og líttu meira til færni en árangurs.
  6. Misnotaðu ekki stöðu þína og vald með kynferðislegum tilburðum eða með öðrum hætti.
  7. Sæktu reglulega endurmenntun.
  8. Leggðu þitt af mörkum til að skapa gott andrúmsloft og félagsleg tengsl.
  9. Sýndu meiðslum og veikindum iðkenda tillitssemi.

Fyrir stjórnarmenn og starfsmenn

  1. Stattu vörð um grunngildi félagsins og íþróttahreyfingarinnar.
  2. Stuðlaðu að jöfnum tækifærum allra til þátttöku í íþróttum.
  3. Stuðlaðu að því að sameiginlegum markmiðum íþrótta verði náð.
  4. Stuðlaðu að því að formlegum og siðferðislegum reglum og venjum sé fylgt.
  5. Virtu lýðræðisreglur og gagnsæi við ákvarðanatöku og stjórnaðu samkvæmt reglum um ábyrga fjármálastjórn.
  6. Vertu til fyrirmyndar í framkomu.
  7. Leystu ágreining og árekstra á sanngjarnan hátt og til samræmis við reglur og venjur félagsins og íþróttahreyfingarinnar.
  8. Misnotaðu aldrei aðstöðu þína til að koma eigin hagsmunum á framfæri á kostnað annarra einstaklinga, félagsins eða íþróttahreyfingarinnar.

Fyrir foreldra og forráðamenn

  1. Mundu að barnið þitt tekur þátt sín vegna, ekki þín vegna.
  2. Hvettu barnið til þátttöku í íþróttum en ekki þvinga það.
  3. Útskýrðu fyrir barninu að starfið fari fram eftir ákveðnum reglum og kenndu því að leysa úr ágreiningi.
  4. Styddu og hvettu öll börnin, ekki bara þitt eigið.
  5. Sýndu jákvæðni, líka þegar á móti blæs.
  6. Berðu virðingu fyrir ákvörðunum dómara og annarra starfsmanna.
  7. Berðu virðingu fyrir réttindum barna, aðlögun og manngildum – hvert barn er einstakt og þarfnast virðingar þinnar.
  8. Upplýstu um stríðni og/eða áreitni.
Jáverk
Set
Hótel Selfoss
Höldur
Ræktó
Ræktó
Ræktó