Legend-mót Selfoss körfu

Legends mót Selfoss Körfu verður haldið laugardaginn 3. febrúar 2024 í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi. Hvetjum allt körfuboltafólk á besta aldri að finna til skóna og taka daginn frá.

Skrá lið á mótið

Keppt verður í þremur flokkum:
– Karlar 25-39 ára
– Karlar 40 ára og eldri
– Konur 20 ára og eldri

Eftir keppni og verðlaunaafhendingu verður matarveisla og kvöldskemmtun á Hótel Selfossi, Pub quiz á milli liða og fleira skemmtilegt.

Skráningargjald á mótið er 4.000 kr. per leikmann.

Nánari upplýsingar um mótið verða birtar þegar nær dregur.

Mótsreglur

Leikjaplan

Ath. uppröðun leikja gæti breyst lítillega með stuttum fyrirvara þegar mótið er komið af stað.

Mótsreglur Selfoss Legends mótsins

Vinsamlegast kynnið ykkur reglurnar fyrir mót:

  1. Spilað er í eftirfarandi flokkum:
    • Karlar 40 ára og eldri
    • Karlar 25 – 39 ára
    • Kvennaflokkur 20 ára og eldri
  2. Lið spila fimm á fimm á tvær körfur.
  3. Leiktími: 2×12 mín (leikklukka er ekki stöðvuð). Dómarar geta dæmt boltann af liðum sem hanga á boltanum (umfram 24 sekúndur) síðustu 2 mínútur leiks. Hálfleikshlé er 2 mínútur
  4. Fjöldi leikja: Hvert lið fær a.m.k. þrjá leiki.
  5. Leikirnir hefjast á uppkasti. Lið skiptast á boltanum í hálfleik og við uppkast. Ritaraborð heldur utan um stöðuna í leiknum og villur.
  6. Andstæðingar komast í bónus við fimmtu liðsvillu í hálfleik (1 vítaskot = 2 stig).
  7. Leikmenn þurfa að yfirgefa völlinn við sína fjórðu villu.
  8. Leikmaður sem fær tvær tæknivillur og/eða ásetningsvillur í leik þarf að yfirgefa völlinn. Leikmaður sem fær fjórar tæknivillur og/eða ásetningsvillur á mótinu verður vísað úr mótinu.
  9. Lið mega skipta um leikmann í hvert sinn sem boltinn er úr leik.
  10. Lið fá 2 stig fyrir sigur, 1 stig fyrir jafntefli og 0 stig fyrir tap.
  11. Endi lið jöfn að stigum í lok riðlakeppni telst liðið með fleiri skoruð stig í innbyrðisviðureign hafa haft betur. Séu stig í innbyrðisviðureign jöfn verður liðið með fleiri heildarstig hlutskarpast.
  12. Lið verða að skila inn leikmannalista við upphaf móts. Ekki er hægt að bæta við leikmönnum eftir fyrsta leik.
  13. Leikmenn geta ekki spilað með fleiri en einu liði á mótinu. Undirmönnuð lið geta sett sig í samband við mótsnefnd.
  14. Lið með ólöglega leikmenn tapar sjálfkrafa viðkomandi leikjum.
  15. Leikmenn sem spila í efstu tveimur deildum á Íslandsmeistaramótinu í körfuknattleik eru ekki gjaldgengir á Legends mót Selfoss í körfuknattleik.
  16. Lið sem mætir ekki til leiks tapar viðkomandi leik og fær 0 stig.
  17. Mótsnefnd og dómarar mega vísa leikmönnum og áhorfendum frá mótsstað ef viðkomandi sýna af sér óviðurkvæmilega hegðun.

*Mótsnefnd áskilur sér rétt til þess að uppfæra reglurnar eftir þörfum