Hið magnaða lið 10. flokks drengja gerði góða ferð í Frostaskjólið í vesturbæ Reykjavíkur í gær og vann KR í undanúrslitum Íslandsmótsins. Þetta var einn einn spennandi leikurinn milli þessara liða og vannst að þessu sinni á flautukörfu.

KR leiddi 69-67 þegar lítið var eftir. Selfoss brenndi af tveimur vítum og KRingar áttu, að því er þeir héldu, síðustu sóknina og voru með pálmann í höndunum. En Selfossliðið náði að stela boltanum með 7 sekúndur eftir, boltinn barst til Sigurðar Loga sem negldi niður þristi um leið og flautan gall og tryggði ævintýralegan sigur, 69-70.

Nú er eftir hjá liðinu úrslitaleikur um Íslandsmeistartitilinn, sem leikinn verður á sunnudaginn kemur kl. 15:45 í Dalhúsum. Andstæðingarnir eru ÍRingar sem eru ógnarsterkir, en liðin hafa skiptst á sigrum sín í milli í vetur svo búast má við alvöru baráttu um titilinn.

ÁFRAM SELFOSS!!!