B lið 10 flokks drengja mætti b liði ÍR í Gjánni á Selfossi síðastliðinn föstudag. Liðin voru fyrir leikinn hvort á sínum enda stöðutöflunnar í deildinni, Selfoss í toppbaráttu en ÍR við botninn.

Munurinn varð fljótt mikill á liðunum og leiddi Selfoss allan tímann. Mestur varð munurinn 25 stig, en strákarnir okkar hafa oft leikið betur en í þetta sinn, varnarleikurinn var á stundum máttlítill og boltaflæði ekki nógu mikið í sókninni. En frammistaða hópsins var samt vel nægilega góð til að vinna öruggan og þægilegan sigur, 76-59.

Stigaskorið hefur oft dreifst betur en það gerði í þessum leik, en Benjamín Rökkvi og Hjörvar Steinarsson skoruðu megnið af körfunum, saman 51 stig fyrir liðið.

Síðasti leikur b hópsins í deildarkeppninni verður næstkomandi laugardag, 26. mars kl. 14:30 þegar Höttur kemur í heimsókn frá Egilsstöðum.

ÁFRAM SELFOSS!!!