Bæði 11. flokksliðin okkar unnu síðustu leiki sína á heimavelli, hvort gegn sínu „stórveldinu“ í íslenskum körfubolta.

Selfoss a mætti Haukum 1. febrúar og vann öruggan 15 stiga sigur, 87 – 72.

Selfoss b mætti Njarðvík í gærkvöldi og vann með 19 stigum, 91 – 72.

Næst bíður beggja liðanna erfiðara verkefni, gegn Stjörnunni, sem er með öflugasta yngriflokkastarf allra félaga á landinu um þessar mundir, hvað varðar fjölda iðkenda og árangur.

Selfoss a mætir Stjörnunni a í 1. deild á miðvikudaginn í næstu viku, 15. febrúar kl. 20:30. Stjarnan a hefur aðeins tapað einum leik í vetur en unnið 12 á meðan Selfoss a hefur unnið 10 og tapað 3.

Selfoss b mætir Stjörnunni c mánudaginn 20. febrúar kl. 20:00. Þessi lið eru efst í 2. deild, Stjarnan c ósigruð (12/0) en Selfsos b hefur tapað 2 leikjum (12/2). Það stefnir því í það, ef fer sem horfir, að Stjarnan verði með þrjú lið í efstu deild 12. flokks á næsta ári, a, b, og c-lið!

En við getum sannarlega verið montin af því að eiga tvö lið í toppbaráttu í efstu deildunum í sama aldursflokknum. Það geta ekki öll félög státað af því!

ÁFRAM SELFOSS!!!