KKÍ hefur veitt heimild fyrir 110 áhorfendum á heimaleiki Selfoss í Gjánni frá og með deginum í dag, í kjölfar afléttingar sóttvarnayfirvalda á áhorfendabanni og útgáfu reglna sem heimila allt að 200 áhorfendur á íþróttakappleikjum, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Það er sannarlega fagnaðarefni að fá áhorfendur í stúkuna aftur og vonumst við eftir góðri mætingu og góðri samvinnu við starfsfólk í gæslu á vegum félagsins.
Þær reglur og takmarkanir sem gilda fyrir áhorfendur á heimaleikjum Selfoss í Gjánni eru eftirfarandi:
Hver gestur hafi 2m2 rými á ytra svæði
-Stúkan er 220 m2 sem þýðir að hámarksfjöldi áhorfenda er 110 einstaklingar
Allir gestir séu sitjandi og ekki andspænis hvor öðrum
Miðasala þarf að vera rafræn
-Gestir hlaði niður greiðsluforritinu „Stubbur“ og borgi með því. Aðgangseyrir er 1.500 kr.
-Ársmiðahafar hafi kortin meðferðis
Allir gestir séu skráðir, a.m.k. nafn, kennitala og símanúmer
– Skráning áhorfenda fari fram við miðakaup/sölu.
-Ársmiðahafar skrái sig á sama hátt og miðakaupendur
-Geyma þarf upplýsingar um áhorfendur í tvær vikur eftir viðburð vegna rakningar.
Allir gestir noti andlitsgrímu
Tryggt sé að fjarlægð milli ótengdra gesta sé a.m.k. 1 metri.
-Á við bæði um börn og fullorðna
Engin blöndun skal vera milli ytra svæðis og keppnissvæðis.
-Engar ferðir milli stúku og keppnisgólfs/búningsklefa
Engin veitingasala fer fram á leikjum
-Ef þessari ákvörðun verður breytt síðar verður hún vandlega kynnt áður en til kemur
Gestir forðist frekari hópamyndun fyrir leik, í hléi og eftir leik
Gestir eru vinsamlega beðnir að virða þessar relur í hvívetna og fara eftir þeim. Að öðrum kosti er nauðsynlegt að vísa þeim á dyr.