Sæl öll!

Í æfingabanni er gott að hafa eitthvað við að vera, og nauðsynlegt að halda sér við – og halda áfram að bæta sig.

Það er um að gera að halda áfram daglegum æfingum skv. „Driplinu“ á kki.is:

http://www.kki.is/fraedslumal/driplid/blar/

Hér eru líka til viðbótar nokkrar æfingar sem eru á youtube-rás Selfoss Körfu:

https://www.youtube.com/playlist?list=PLMIZZkCgWXv6RNOREx1t7uBrN8JpgQL8_

Sumar æfingarnar eru liðsæfingar/fyrir minni hópa, og sum myndböndin sýna einstaklingsæfingar sem eru kannski fullerfiðar, þannig að best er að byrja á að reyna sig við eftirfarandi æfingar næstu vikurnar, út frá æfinganúmerum á spilunarlistanum (engum verður þó meint af að reyna við aðrar æfingar):

#32-35: Boltameðferð með mótstöðu (hægt að notast við handklæði/sængurver ofl.)

#53: Hreyfingar við teiginn (bara grunnatriðin, ekki hafa áhyggjur af útfærslum, bara æfa mismunandi skot

#58-63: Samsetning af mismundandi sóknaraðgerðum (allt getur komið í staðinn fyrir keilur, og skot skipta ekki máli, áherslan er á boltameðferð)

#69-73: Knattrak á jafnvægisdýnu (nota má t.d. kodda/púða ef þið eigið ekki jafnvægisdýnu)

#108: Upphitunarskotæfing (ef ekki er karfa heimavið er upplagt að fara út á skólalóð – þegar veður leyfir)

#119-125: Sendingaæfingar (í flestum tilvikum er hægt að kasta í vegg)

#126: Varnarskeið, upphitunaræfing

#144: Skuggaknattrak (foreldrar, eruð þið ekki til í að hjálpa krökkunum?)

#171-173: Þríhyrningsknattrak með lituðum keilum (notast má við hvað sem er í staðinn fyrir keilur, í þremur eða fleiri mismunandi litum)

#179: Boltameðferð í kyrrstöðu

#180: Sendingar og boltameð – upphitunaræfing

 

Tilgangurinn með þessu er aðallega að 1) þið hafið gaman af að prófa nýjar æfingar með bolta, 2) leggja sig fram – reyna – einbeita sér, 3) gaman væri ef þið foreldrar tækjuð stutt myndskeið og settuð á Facebook / Instagram og tengduð við SelfossKarfa #heimaæfing

Bestu kveðjur – og farið vel með ykkur!!