Suðurlandslið 10. fl. stúlkna (Hrunamenn/Selfoss/Hamar) skellti sér vestur á firði um helgina og spilaði margfrestaðan leik gegn Vestra í gær, sunnudag. Það er skemmst frá því að segja að Vestraliðið var sterkara allan tímann og vann nokkuð öruggan sigur, 54-39.
Það var skarð fyrir skildi að einungis 5 stúlkur voru tiltækar af öllu Suðurlandi að þessu sinni og álagið því mikið að ferðast um langan veg og hafa ekki skiptimann. En þær sem voru á staðnum voru sannarlega mættar til leiks, gáfu allt sitt í leikinn og stóðu sig vel, voru sér og sínum til sóma, eins og ævinlega.
Þessi sömu lið mætast strax aftur nk. sunnudag, 27. mars kl. 11:00, og þá á heimavelli okkar í Gjánni á Selfossi.