Síðastliðna helgi var fyrsta mót vetrarins haldið í 8. flokki og var það haldið hjá okkur á Selfossi. Gaman var að fylgjast með strákunum og hafa þeir tekið miklum framförum síðasta árið. Leiknir voru tveir leikir á laugardeginum þar sem fyrri leikurinn var á móti Aftureldingu og eftir nokkuð jafnan leik tókst okkar strákum að slíta sig frá gestunum og landa níu stiga sigri, 31-22. Annar leikurinn var á móti spræku liði Ármanns sem pressaði allan völlinn og spilaði hörku vörn. Sá leikur tapaðist 24-37 og okkar strákar tilbúnir að læra mikið af þeim leik. Á sunnudeginum voru einnig tveir leikir og þar sýndu strákarnir hvað í þeim býr og unnu báða leikina með miklum yfirburðum, fyrst Val 38-18 og svo Snæfell 52-17. Sögðust strákarnir staðráðnir í að reyna að vinna sig upp um riðil og er virkilega gaman að sjá metnaðinn í þeim.

Næsta mót hjá strákunum verður haldið 31. október – 1. nóvember.