Fyrsti heimaleikurinn okkar í 1. deild karla fór fram í gærkvöldi, 11. október, þegar Selfossliðið mætti Snæfelli. Niðurstaðan varð góður og öruggur sigur, 75-59.

Bæði liðin höfðu tapað í 1. umferð og hungraði því í sigur. Fyrsti leikhlutinn bar þess keim, mest hlaup fram og til baka án þess að vörnin væri endilega í fyrirrúmi. Snæfell leiddi að honum loknum, 18-20.

Í öðrum hluta tók Selfoss frumkvæðið og leit jafnvel út fyrir að ætla að stinga af, en einbeitingarskortur og tapaðir boltar gáfu Snæfelli trekk í trekk tækifæri til að narta í hæla Selfyssinga, sem þó leiddu í hálfleik með 11 stigum, 42-31.

Snæfellingar byrjuðu betur í þriðja leikhluta, skoruðu 7 stig gegn engu í upphafi og allt í járnum aftur. Selfoss tók þá strax leikhlé sem skilaði betri vörn og vel upp settum sóknum í kjölfarið og munurinn eftir þrjá leikhluta var 8 stig, 58-50.

Í fjórða leikhluta jókst munurinn, þökk sé góðum varnarleik sem smám saman sljóvgaði bitið í leik Snæfells og heimaliðið fékk aðeins 9 stig á sig síðustu 10 mínúturnar. Öruggur sigur var í höfn, lokatölur 75-59.

Maciek og Christian Cunningham komu báðir inn í liðið eftir að hafa misst af fyrsta leik, en aðalskorarinn okkur úr fyrstu umferð gegn Breiðabliki, Ragnar Magni Sigurjónsson, var fjarri góðu gamni eftir höfuðhögg á æfingu fyrr í vikunni. Sigmar Jóhann er enn að jafn sig eftir aðgerð en það styttist í hann, sem betur fer. Þá lagðist Hlynur Hreinsson undir hnífinn í gær og krossbandsaðgerðin heppnaðist vel. Við óskum þessum þremur góðs bata.

Í liði Selfoss var Christian Cunningham öflugur með 13 stig og hvorki meira né minna en 21 frákast, 5 stoðsendingar og 2 varin skot. Kristijan Vladovic var líka góður með 13 stig, 4 fráköst, 4 stolna bolta og 2 stoðsendingar, virkilega gaman að sjá þennan 19 ára strák stjórna liðinu á köflum eins og herforingi. Annar táningur, Rhys Sundimalt, skilaði 14 stigum, 2 fráköstum, 1 stolnum bolta og 1 stoðsendingu.

Tilþrif leiksins má sjá með því að smella hér: Tilþrif 

Tölfræðiskýrslan er hér: Tölfræði

Hægt er að horfa á leikinn á youtube með því að smella hér: Upptaka  

 

Strong start at home and win against Snæfell

On Friday night Selfoss Karfa faced off against Snæfell.

Both teams having lost their first games of the season would be hungry for that first win, and the first quarter showed this. It was a back fourth game with neither team playing much defense. Snæfell went on to take the first quarter 18-20. Selfoss came out strong in the second quarter, with signs they might run away with the game, but mental lapses on the offensive end kept Snæfell close. At halftime the scoreline was Selfoss 42, Snæfell 31.

Snæfell started the second half well going on a 7 point run, but solid defense and good offensive execution after a Selfoss timeout kept the game at 8 points to close the quarter 58-50. Selfoss stretched the lead in the last quarter with some great defense, holding Snæfell to just 9 points in the final period. The game finished Selfoss 75, Snæfell 59.

Selfoss returned Maciek and Christian back into the roster after missing game 1. For this game Selfoss were without their top scorer after game 1 Ragnar Magni, Sigmar Jóhann is still recovering from a jaw surgery, and Hlynur Hreinsson who is undergoing successful surgery on his ACL last night. We wish all three a speedy recovery.

Players of the game:
Christian Cunningham 13 points, 21 rebounds, 5 assists, 2 blocks
Kristijan Vladovic 13 points, 4 rebounds, 4 steals, 2 assists
Rhys Sundimalt 14 points, 2 rebounds, 1 steal, 1 assist

Plays of the game

Full game video 

Game stats