Selfossliðið ók vestur á firði í dag og mætti svo Vestra á Ísafirði í kvöld í 1. deild karla. Eftir ágætan fyrri hálfleik okkar manna og lítinn mun á liðunum dró í sundur í seinni hálfleik og heimamenn héldu þokkalegu forskoti. Fjórði leikhluti var Vestra, sérstaklega síðustu 4 mínúturnar þegar strákarnir okkar töpuðu boltanum aftur og aftur og heimamenn svöruðu með þristaregni og unnu að lokum 23 stiga sigur, 87-64.
Við voru of varkárir og hleyptum Vestra á gott skeið í upphafi leiks. Selfoss náði vopnum sínum en nýtingin var ekki nógu góð og Vestri leiddi 24-15 eftir fyrsta hluta. Í öðrum hluta var annað uppi á teningnum, Selfossliðið spilaði betri vörn og passaði betur upp á fráköstin ásamt því að nýta sóknirnar mun betur og vann þennan leikhluta, en staðan í hálfleik var 39-34.
Þriðja hlutann byrjaði liðið okkar ekki nógu vel, fyrstu mínúturnar var vörnin slök og mikið um tapaða bolta svo heimamenn náðu 18 stiga forystu. Okkur tókst að minnka muninn niður í 11 stig fyrir lokahrinuna en það var skammgóður vermir. Fjórði leikhluti var slakur, Vestri óð í sóknarfráköstum og okkar menn töpuðu allt of mörgum boltum án þess að reyna körfuskot, auk þess sem heimamenn fóru að hitta ótæpilega úr þristum. Lokatöluer eins og fyrr segir öruggur 23 stiga sigur Vestra.
Christian Cunningham var nokkuð lengi að hitna en í leikslok var hann hæstur allra á vellinum með 23 stig, 16 frk., 2 stoðseningar, 2 varin skot og 32 í framlag. Kristijan Vladovic skoraði 11 stig og 6 tók fráköst, Arnór Bjarki Eyþórsson 9 stig og 5 fráköst, Alex Gager 8 stig, Maciek Klimaszewski 4, Rhys Sundimalt 4 stig, 4 fráköst og 5 stoðsendingar, Páll Ingason 3 stig og Bergvin Einir Stefánnson 2 stig en allir leikmenn Selfossliðsins komu við sögu í þessum leik. Bjarki, Ragnar Magni og Sigmar Jóhann, sem eru á batavegi, fóru ekki með að þessu sinni.
A competitive game for 30 minutes
A slow start on defense let Vestri off to a good offensive run. Selfoss countered with some good shots but couldn’t make a good % of their open shots which meant Vestri had a 24-15 lead after the 1st quarter. The second quarter was a different story with selfoss pressuring more on defense and taking care of the rebounds. This time executing well on offense bring the score back to 5 points 39-34. A slow 2 minute start of the third quarter turnovers and slow transition defense let Vestri on a run leading to an 18 point lead. We clawed back to an 11 point deficit. The last quarter was a combination of offensive rebounds and turnovers that stretched vestri’s lead to 23 to finish the game, Vestri 87, Selfoss 64.