Bæjarráð Árborgar samþykkti í fyrradag, fimmtudaginn 2. apríl, nokkrar aðgerðir til að spyrna við fótum gegn áhrifum sem COVID19 faraldurinn hefur haft á samfélagið. Ein af þeim aðgerðum er hækkun frístundastyrks Árborgar um 10 þúsund krónur og er því heildarstyrkurinn 45 þ. kr. fyrir 5-17 ára börn í Árborg árið 2020. Hækkunin gildir einnig um þá sem hafa nú þegar nýtt styrkinn og á því t.d. barn sem nýtti 35 þ. kr. í janúar eftir 10 þ. kr. af styrknum fyrir árið 2020.