Matej Delinac, Kanadamaður með króatískt vegabréf, sem hefur verið mikilvægur hluti af Selfossliðinu í sumar og haust, ákvað í vikunni að hætta með liðinu og snúa heima á leið, af persónulegum ástæðum. Matej byrjaði með glans og lék mjög vel í æfingaleikjum í september, skoraði yfir 20 stig í leikjum gegn ÍR, Haukum og Grindavík, enda afbragðs skytta. Síðan fór einbeitingin smá dvínandi og leikurinn gegn Þór á Akureyri var dapur. Selfoss-Karfa óskar honum velfarnaðar og þakkar honum ánægjuleg kynni.
Þá hefur Friðrik Hrafn Jóhannsson ákveðið að hætta og snúa heim í Skagafjörðinn. Félagið þakkar honum einnig fyrir sitt framlag, en Friðrik er einn af þessum eldhugum sem öll lið þurfa að hafa í sínum æfingahóp. Hann hefur verið mikilvægur hluti af þjálfarateymi yngri flokkanna og er hans sárt saknað á þeim vettvangi. Takk fyrir góð kynni, Friðrik.