Laugardaginn 20. október tók stúlknaflokkur FSu-Akademíu á móti liði Breiðabliks á heimavelli sínum í Vallaskóla. Fyrir leikinnn voru stelpurnar okkar búnar að vinna tvo leiki í röð.
FSu byrjaði leikinn af krafti og náði strax góðri forystu en með mörgum klaufalegum brotum í fyrsta og öðrum leikhluta hleyptu þær Breiðablik inn í leikinn. Staðan í hálfleik var 38-32 heimastúlkum í vil og Breiðablik búið að fá heil 18 vítaskot. Í þriðja leikhluta náðu okkar stelpur að laga varnarleikinn og þar lögðu þær grunninn að góðum sigri. Leikurinn endaði 74-61 og þriðji sigurinn í röð staðreynd.
Stigaskor FSu:
Helga Sóley 24 stig, Dagrún 17 stig, Gígja 8 stig, Margrét 7 stig, Perla 6 stig , Emma 6 stig, Una Bóel 4 stig, Hrafnhildur 2 stig.