Um helgina fóru um 50 iðkendur í 10 liðum frá Körfuknattleiksfélagi Selfoss á Sambíómót Fjölnis sem haldið er í Grafarvogi ár hvert fyrir börn í minnibolta. Leikgleðin var þar í fyrirrúmi og allir skemmtu sér konunglega vel hvort heldur sem var innan vallar eða utan hans. Mikið var um að vera og hvert lið spilaði 5 leiki en auk þess var meðal annars farið í bíó og á kvöldvöku þar sem Arnór Bjarki, einn þjálfari hópsins, sló eftirminnilega í gegn. Við þökkum kærlega fyrir okkur og hlökkum til að fara aftur á næsta ári.
Næstu helgi munu strákarnir í minnibolta 11 ára fara á Íslandsmót sem haldið verður í Keflavík.