B lið 10. flokks drengja vann í kvöld Skallagrím í undanúrslitum Íslandsmótsins og leikur því til úrslita um deildarmeistaratitil einhvern daganna frá 11.-15, maí. Liðið fór þar að fordæmi sem 9. flokkur drengja setti í gær.

Leikurinn í kvöld var jafn í fyrsta leikhluta en strax í þeim öðrum náði Selfoss forystunni og leiddi með 9 stigum í hálfleik. Í síðari hálfleik breikkaði bilið og mest varð forystan 20 stig en Skallagrímur minnkaði muninn í fjórða leikhluta niður í 7 stig með góðri vörn og vel útfærðum sóknum.

Selfossliðið hélt þó haus og náði að stela nokkrum boltum með ágengum varnarleik og skora nokkrar auðveldar körfur í kjölfarið. Niðurstaðan öruggur 16 stiga sigur, lokatölur 63 -47.

Í úrslitum mætir Selfoss b annað hvort Aftureldingu eða Stjörnunni d, en sá leikur fór fram í kvöld, þó úrslitin séu ekki enn komin inn á kki.is

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá leiknum í kvöld.

ÁFRAM SELFOSS!!!