Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum vann íslenska kvennalandsliðið frábæran 10 stiga sigur á Rúmeníu um helgina í undankeppni fyrir EM 2023. Það var heldur ekki leiðinlegt fyrir stelpurnar í liðinu að hafa þéttsetna áhorfendastúkuna.
KKÍ stóð fyrir skemmtilegri samveru þar sem ungum körfuboltastelpum var boðið að taka þátt í undirbúningi leiksins, og stelpur frá Selfossi létu sig ekki vanta.
Á meðfylgjandi „opnumynd“ má sjá þær Dagmar, Hrafnhildi Erlu, Sigríði Elvu og Heklu Valdín með stjörnu leiksins, Söru Rún Hinriksdóttur, sem sennilega er besta íslenska körfuboltakonan nú um stundir, en hún skoraði 33 stig í leiknum og bætti stigamet í landsleik í Laugardalshöll, en Jón Arnór Stefánsson hafði áður skoraði 32 stig í einum leik í Höllinni.
Myndirnar í greininni eru eftir Huldu Margréti og fengnar að láni af visir.is, sjá hér