Ungmennaflokkur spilaði síðasta leikinn í deildarkeppninni í gær, laugardag. Liðið mætti Fjölni á útivelli í Grafarvoginum. Selfoss vann leikinn 110 -115 og endar í öðru sæti deildarkeppninnar á eftir Breiðabliki. Leikur gegn Þór Ak. sem leika átti í dag virðist hafa verið tekinn af dagskrá og Þórsarar strikaðir út úr keppni, ef marka má kki.is.
Ungmennaflokkur vann 14 leiki í vetur en tapaði 5. Úrslitakeppni er handan við hornið og verður spennandi að sjá hvernig strákarnir mæta í það verkefni.
Nú er bara einn leikur eftir hjá Selfossi í deildakeppni yngri aldursflokka, B-lið 11. flokks drengja mætir Haukum b í Gánni á morgun, mánudag, kl. 20:00. Selfoss b er í öðru sæti 2. deildar, skammt á eftir C-liði Stjörnunnar, með 17 sigra og 2 töp, og endar að líkindum með hlutfallið 18/2 en Stjarnan c hefur lokið keppni með sigurhlutfallið 19/1. Stjarnan verður því með þrjú lið, a, b, og c lið í 1. deild 12. flokks á næsta ári. Magnað alveg hreint hjá félaginu.
ÁFRAM SELFOSS!!