Undanúrslit deildarkeppni yngri flokka verða leikin um komandi helgi, 29. – 30. apríl. Leikið verður á Ásvöllum í Hafnarfirði, Blue höllinni í Keflavík, í Grindavík og á Meistaravöllum í Reykjavík. Á undanúrslitahelginni eru leikin 4-liða úrslit í öllum deildum yngri flokka, frá 9. flokki upp í ungmennaflokk. Þau lið sem vinna fara svo í úrslit helgina 12.-15. maí, að undanskildum liðunum í 1. deild 12. flokks, en þau leika úrslitaseríu 15.-21. maí um Íslandsmeistaratitil 12. flokks.

Selfoss leikur til úrslita í öllum flokkum félagsins sem taka þátt í deildarkeppni í ár. Meiriháttar árangur það. Nánari upplýsingar um stað og leiktíma verða birtar þegar þær liggja fyrir. Rétt er að hvetja fólk til að mæta á þessa leiki og fylgjast með okkar efnilegu leikmönnum á lokasprettinum.

Ungmennaflokkur karla, 1. deild:

Breiðablik – Valur

Selfoss – Fjölnir

 

12. flokkur karla, 2. deild:

Selfoss – Keflavík

Skallagrímur – ÍA

 

11. flokkur drengja, 1. deild:

ÍR – Stjarnan b

Stjarnan – Selfoss

 

11. flokkur drengja, 2. deild:

Stjarnan c – Vestri

Selfoss b – Ármann

 

ÁFRAM SELFOSS!!!