Í dag æfðu báðir hópar FSu akademíunnar saman. Von var á góðum gesti en hann forfallaðist því miður vegna veikinda. Þrátt fyrir það varð hörkuæfing í morgunsárið hjá þessu upprennandi afreks körfuboltafólki. Undir lok tímans voru afhent verðlaun fyrir skotkeppni en í hverjum tíma hafa nemendur tekið 10 víti og 10 þriggja sem gilda til verðlauna. Bíóhúsið gaf bíómiða og Selfoss karfa er afar þakklát fyrir þann stuðning. Miðvikudaginn 6.desember verður síðasta akademíuæfingin en hún hefst aftur 8.janúar. Hér koma úrslit frá skotkeppninni:
Mætingarverðlaun: Baltasar Kjernestæd og Sindri Snær
Hópur 1 stelpur
Flest víti: Eva Margrét 174
Besta vítanýting: Eva Margrét 72,50%
Flestir þristar: Aðalbjörg Sara 77
Besta 3ja stiga nýting: Aðalbjörg Sara 33,48%
Hópur 2 stelpur
Flest víti: Anna Katrín 149
Besta vítanýting: Hildur Björk 86,47%
Flestir þristar: Anna Katrín 109
Besta 3ja stiga nýting: Hildur Björk 62,35%
Hópur 1 strákar
Flest víti: Birkir Máni Sigurðarson 206
Besta vítanýting: Lúkas Aron 87,20%
Flestir þristar: Birkir Máni Sigurðarson 123
Besta 3ja stiga nýting: Lúkas Aron 61%
Hópur 2 strákar
Flest víti: Óðinn Freyr 191
Besta vítanýting: Unnar Örn 87,89%
Flestir þristar: Tómas Valur 162
Besta 3ja stiga nýting: Tómas Valur 70,40%