Meistaraflokkur kvenna tók á móti Keflavík b í kvöld í 6. umferð 1. deildarinnar.
Leikurinn var mjög jafn alveg þangað til um miðjan annan leikhluta, þá byrjuðu Selfyssingar að slíta sig frá gestunum og fóru inn í hálfleikinn með 9 stiga mun, staðan 47-38. Selfyssingar héldu áfram að sækja sterkt á körfuna og náðu að koma stöðunni í 18 stiga mun um miðjan fjórða leikhluta. Keflvíkingar náðu aðeins að laga stöðuna en það dugði ekki til. Leikurinn endaði 84-74 með 10 stiga sigri, og þriðja heimaleikjasigrinum í röð, hjá Selfossi.
Stelpurnar sitja í fjórða sæti deildarinnar eftir leik kvöldsins með þrjá sigra og þrjú töp.
Donasja Terre Scott átti stórleik í kvöld með 34 stig og 16 fráköst, kærar þakkir. Anna Katrín var með 16 stig, Eva Rún 11 stig og 8 fráköst, Valdís Una 8 stig, Perla María 4 stig, Sigríður Svanhvít 4 stig, Lilja Heiðbjört 3 stig, Þóra 2 stig og Elín Þórdís 2 stig.
Næsti leikur liðsins er föstudaginn 29. nóvember á móti Ármanni og fer leikurinn fram kl. 19:15 í Vallaskóla.
Áfram Selfoss!