Íþróttafélög gætu ekki starfað án allra öflugu sjálfboðaliðanna sem að þeim starfa og þjálfara sem brenna fyrir íþróttina og iðkendurna sína. Selfoss Karfa er þar engin undantekning og höfum við fundið mikinn meðbyr í samfélaginu okkar þar sem enn fleiri foreldrar og aðrir áhugasamir hafa komið inn í starfið okkar í vetur.
Mikilvægur þáttur af starfi íþróttafélaga er að sem flestir sjálfboðaliðar taki þátt í íþróttasamfélaginu og starfi með félaginu. Það á líka við börn og unglinga en mikilvægt er að virkja þau í öllu starfinu til að mót, leikir, æfingar og ýmislegt annað geti farið fram. Þetta eflir einnig þeirra félagslegu færni sem er gríðarlega mikilvægt í dag og hefur mikið forvarnargildi inn í lífið. Það verða ekki öll landsliðsfólk en öll getum við tilheyrt félagi og samfélagi við alls kyns verkefni.
Takk kærlega fyrir ykkar gríðarlega mikilvæga framlag kæru sjálfboðaliðar, áfram Selfoss! 😊