Aðalfundur Körfuknattleiksfélags Selfoss 2019 verður haldinn fimmtudaginn 28. mars nk. kl. 20.00, í kjallara Vallaskóla. Gengið inn í gegn um íþróttahúsið.

Dagskrá:

A. Venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins

B. Umræður um markmið og stefnu félagsins til næstu ára

C. Kynning á Gæðahandbók Selfoss Körfu, fyrirmyndarfélags ÍSÍ

D. Önnur mál

Allir velkomnir en aðeins félagsmenn 16 ára og eldri hafa tillögu- og atkvæðisrétt á fundinum.