Matt Hammer kom á Selfoss frá Bandaríkjunum og spilaði fyrir FSu í 1. deild karla keppnistímabilið 2007-2008, en um vorið fór liðið upp í úrvalsdeild í fyrsta sinn. Nú er hann aðalþjálfari karlaliðs CSU Pueblo skólans sem leikur í 2. deild NCAA. Heimasíðan tók viðtal við Matt um reynslu hans af Selfossdvölinni:
Hvernig metur þú, á heildina litið, dvölina á Selfossi?
„Hún var frábær! Allir voru svo vingjarnlegir og hjálpsamir að það var auðvelt að koma á nýjan stað. Þetta var í fyrsta skiptið sem ég fór frá Bandaríkjunum svo ég var svolítið kvíðinn fyrst. En hjá Brynjari Karli þjálfara og Helenu konu hans var ég eins og heima hjá mér, þau buðu mér sífellt í kvöldmat heim til sín. Og í íþróttahúsinu var þetta einstök reynsla. Bandarískur körfubolti, og íþróttir almennt, er byggður upp með öðrum hætti. Mér fannst það bæta mig sem leikmann, og sem þjálfara til lengri tíma litið, að fá að vera með í kringum strákana í drengja- og unglingaflokki, það gefast ekki mörg tækifæri til þess í Bandaríkjunum. Svo toppaði það auðvitað allt að vinna fyrsta meistaratitilinn fyrir FSu og samfélagið á Selfossi.“
Hvaða áhrif hafði starfið á Selfossi á þig, innan sem utan vallar?
„Það sem mér fannst best var hve krefjandi Brynjar Karl var sem þjálfari, hann lagði sig virkilega fram um að ná því besta út úr okkur á hverjum degi. Margir af vinum mínum sem hafa leikið sem atvinnumenn erlendis hafa sagt mér að þjálfarinn hafi sagt við þá að fara bara út á völlinn og skora. Brynjar var ekki þannig, og mér líkuðu hans áherslur vel. Hann vildi að ég væri fyrst og fremst liðsmaður, og ég vona að ég hafi staðið undir því. Utan vallar, bara að búa í ólíkri menningu, var ómetanleg reynsla sem ekki hefur gefist aftur á lífsleiðinni. Dvöl minni á Íslandi mun ég aldrei gleyma, meðan ég lifi.“
Hvernig hefur þetta nýst þér við að byggja upp feril í Bandaríkjunum, eftir háskólaárin?
„Það skipulag og uppbygging æfinga sem þjálfarateymið setti saman hjá FSu auðveldaði það á allan hátt. Þegar ég var að hefja minn þjálfaraferil hafði ég heyrt sögur um að atvinnuklúbbar erlendis væru með losaralegt skipulag, nánast „opnar æfingar“. Hjá FSu var það alls ekki þannig. Þegar við komum í íþróttahúsið tók við alvöru þjálfun og við urðum betri. Og jafnhliða gæðakennslu á körfuboltavellinum vorum við í frábæru stryktarprógrammi.“
Mælir þú með starfinu í hér? Hvers vegna?
„Alveg hiklaust. Með þjálfara eins og Chris Caird, sem hefur mikla reynslu af körfubolta á háu gæðastigi, er Akademían á Selfossi rétti staðurinn fyrir unga leikmenn sem vilja þróa sig og bæta. Og varðandi umhverfið og samfélagið, þó það sé meira en áratugur síðan ég var þar, þori ég að veðja að enn er gott fólk kringum starfið.“
Út frá reynslu þinni í ólíkum löndum og á öllum stigum körfuboltans, hvaða ráð vilt þú gefa næstu kynslóð sem fer í gegn um Akademíuna okkar?
„Ekki sóa tækifærum til að verða betri. Það skiptir ekki máli hvar þú ert eða með hverjum í íþróttahúsinu, ekki sóa neinu tækifæri til að keppa gegn hverjum sem er. Það eru þúsundir annarra unglinga að keppa að því marki að komast einmitt á skólastyrkinn eða samninginn sem þú hefur áhuga á. Og hvert kvöld, þegar dagsverkið er metið, verður að spyrja sjálfan sig: „Gerði ég nóg“?“
Hvað, úr körfuboltastarfinu okkar, nýttist þér í framhaldinu?
„Mér líkar vel margt úr hugmyndafræðinni á bak við sóknarleikinn sem við spiluðum. Hún er ólík þeirri hreinu „motion“ sókn sem byggt var á í háskólanum sem ég lék með. Að fá skilning og góða tilfinningu fyrir hröðum leik með áherslu á góða nýtingu vallarins hefur hjálpað mér mjög mikið sem þjálfara.“
Hvað stendur upp úr í minningunni, af atburðum „utan vallar“?
„Ekki spurning, það var þegar Nick Mabbutt rann á gólfinu og felldi í leiðinni heilan sælgætisrekka í einni versluninni á Selfossi, það var „hrein klassík“. Og ég gleymi ekki skoteldunum á gamlárskvöld, né ferðinni á Ísafjörð. Flugið þangað var stórkostlegt, og að sjá þann hluta landsins. Svo má nefna heimsókn í Bláa lónið o.fl.“.
Hefur þú einhver góð ráð handa erlendum leikmönnum til að undirbúa sig fyrir dvöl hér?
„Koma tilbúinn til að leggja á sig mikla vinnu. Eins og ég sagði fyrr, ekki sóa tækifærum. Og síðast en ekki síst, vera reiðubúinn að borða mikið af skyri!!!“
„Don‘t waste an opportunity“
Matt Hammer came to Selfoss and played for FSu the 2007-2008 season, which ended with the team moving up to the top division in Iceland for the first time. Currenty he is CSU Pueblo Men’s Basketball – Head Coach in NCAA D2.
Selfoss-Karfa asked him a few questions about his experience in Selfoss:
How was your overall experience at Selfoss?
„My time in Selfoss was awesome! Everyone was so friendly and helpful, it really made it an easy transition. It was the first time in my life that I had ever been outside of the US, so I was a little nervous at first. Coach Brynjar and his wife Helena really made me feel at home….they would have me over for dinner all the time. On the basketball court, it was such a unique experience. In the US, basketball and athletics is just structured differently. I felt like it made me a better player, and ultimately a better coach, being around the U16 and U18 guys….In the US, you really don’t experience that much. Also, best of all, it was great bringing a championship to the FSu program and the community of Selfoss.“
How did the program develop your game on and off the court?
„What I loved was how challenging Coach Brynjar was….he really tried to bring the best out of us every day. A lot of my friends that have gone over and played professionally overseas have told me that their coach would just tell them to go out and score…Brynjar wasn’t like that and I really respected that. He wanted me to be a team player and I hope I was just that for him. Off the floor, just living in a different culture was a once in a lifetime experience. My time in Iceland will be something I’ll remember the rest of my life.“
How did this benefit you starting your career outside of college here?
„The structure of practices and workouts that our coaching staff put together made it an easy transition. Going into it I had heard some stories about some professional clubs overseas running really loose practices…almost like open gyms. At FSu it wasn’t like that…when we came in the gym we got coached and we got better. Along with quality instruction on the floor, we also had a great strength & conditioning program.“
Would you recommend this program and why?
„No doubt about it. Having a coach like Chris Caird who has a ton of experience at a very high level of basketball, if you’re a young player looking to get better and improve your craft, it’s going to happen at FSu. Going back to the community…it’s been 10+ years since I’ve been there, but I’m willing to bet that there are great people still surrounding the program.“
Being experienced in basketball at multiple levels, in different countries, what advice could you give the next generation coming through our academy?
„Don’t waste an opportunity to get better. It doesn’t matter where you are or who you’re in the gym with, don’t waste an opportunity to compete against the people around you…there’s thousands of kids out there competing for that scholarship or that contract that you’re trying to get. At the end of every day when you look back at your work, you have to ask yourself…”Did I do enough?”“
What did you take from our program to your next team/basketball situation?
„I liked a lot of the offensive concepts that we used. It was different from the pure motion that we ran at the university I attended. Really getting a feel for the pace & space game really helped me in my coaching profession.“
Are there any experiences from your time here that you remember most outside of basketball?
„Definitely Nick Mabbutt slipping and taking out a candy shelf at a local store…that was definitely classic. I’ll always remember the fireworks on New Years Eve. I loved our trip up to Ísafjörður…flying into there and seeing that part of the country was great. Going to the Blue Lagoon was also a great experience.“
Is there any advice you could give to foreign players to prepare them for their time here?
„Come ready to go to work…like I mentioned earlier…don’t waste an opportunity. Also, be ready to eat a lot of Skyr…lol.“