Í ljósi nýjustu tilslakana geta æfingar og keppni hafist að nýju á morgun, fimmtudag. Stefnt er að því að 1. deild karla leiki næstkomandi föstudag, 23. apríl og að deildarkeppninni ljúki 10 maí. Skv. nýjustu tíðindum er heimild fyrir allt að 100 áhorfendum á íþróttakappleiki. Það þýðir að engar breytingar verða varðandi áhorfendur í Gjánni, frá síðasta „keppnisskeiði“ sem lauk 25. mars. Sæti eru númeruð með 1 m. millibili í stúkunni og áhorfendum er skylt að sitja í úthlutuðu sæti allan tímann sem þeir eru á staðnum, forðast hópamyndanir og gæta sóttvarna.
KKÍ er með í skoðun hvort úrslitakeppni í deildinni verði með sama sniði og ákveðið hafði verið, þ.e. að efsta liðið að lokinni deildarkeppni frai beint upp en hin 8 leiki öll í úrslitakeppni um hitt lausa sætið í úrvalsdeild, eða hvort breytingar verði gerðar, í ljósi tafa á deildarkeppninni.