Selfoss mætti Skallagrími í annað sinn á 4 sólarhringum sl. fimmtudagskvöld. Selfoss vann sveiflukenndan leik í Borgarnesi í upphafi vikunnar og marði einnig sigur eftir framlengingu, 82-80, í Gjánni, heimavelli sínum, í seinni leiknum, eftir að Skallagrímur hafði verið yfir í leiknum í 30 mínútur.

Það sama var upp á teningnum í upphafi beggja leikja: Selfossliðið var andlega inni í klefa og Skallagrímur komst í 2-12 og lauk fyrsta fjórðungi 11-25. Selfoss sneri blaðinu algerlega við í öðrum hluta með ágengri vörn og auðveldum körfum, og minnkaði muninn í 5 stig fyrir hálfleik, 32-37.

Í þriðja hluta var meira jafnræði með liðunum en Selfoss náði að skera forystu gestanna niður um 1 stig, 53-57, og spennandi lokakafli eftir. Þar vantaði ekki dramatíkina. Selfoss var 3 stigum yfir þegar 4,1 sekúnda var eftir – og á vítalínunni. Bæði skotin fóru forgörðum, Skallagrímur tók frákastið og brunaði fram, þar sem brotið var á þeim í þriggjastiga flautuskoti!!! Þeir gera engin mistök, hitta úr öllum vítunum og leikurinn í framlengingu, 71-71.

Framlengingin varð villt fjör í  5 mínútur, mikið brotið og Selfoss landaði sigri á vítalínunni, 82-80.

Christian Cunningham var maður leiksins, eins og oftast í vetur, 24 stig,22 fráköst, 4 stoðsendingar, 2 varin skot og stolinn bolti. Arnór Eyþórsson heldur áfram að spila vel og skilaði glæsilegri tölfræðilínu; 16 stig, 5 fráköst, 4 stoðsendingar, 3 stolnir og varið skot hjá bakverðinum unga. Kristijan Vladovic setti 12 stig, tók 5 fráköst, gaf 2 stoðsendingar, stal 4 boltum og spilaði frábæra vörn á boltamanninn. Þá átti Alex Gager, sem nýrverið skrifaði undir samning um fullan skólastyrk í háskólaboltanum næsta vetur, góðan dag; 9 stig, 5 frk. 2 sts. 1 stolinn, 1 varið skot og sýndi góð varnartilþrif.

Tölfræði leiksins

Upptaka af leiknum

Tilþrif úr síðustu 2 leikjum

 

Selfoss hosted Skallagrimur last night, just a few days after winning an exciting game in Borganes. It was Selfoss who came out on top in overtime this time around, even though Skallagrimur lead the game for just over 30 minutes. The final score was Selfoss 82, Skallagrimur 80.

The first quarter started off the same with Skallagrimur jumping out to an early lead. After 4 minutes the visiting team was up 2-12, and finished the quarter 11-25. The second quarter was all Selfoss, bringing the game back with some intense defense which carried over into easy baskets at the other end. The quarter finished 32-37. A back and forth third quarter with both teams trading baskets and going on mini runs, only allowed Selfoss to close the gap by 1 point, 53-57. A dramatic fourth quarter resulted in Selfoss to go up by 3 points with 4.1 seconds left on the game clock. Arnór Bjarki gets sent to the free-throw line with 4.1 seconds left and misses both. Skallagrimur secure the rebound and push the ball and get fouled on a 3 point attempt as the clock expires. All 3 free-throws are converted to send the game to overtime, 71-71. Overtime was another wild 5 minutes by both teams, trading fouls the game is settled at the free-throw line by Selfoss 82-80.

Players of the game: – Christian Cunningham with another MVP performance 24 points, 22 rebounds, 4 assists, 2 blocks and a steal – Arnór Eyþorsson 16 points, 5 rebounds, 4 assists, 3 steals and a block – Kristijan Vladovic 12 points, 5 rebounds, 2 assists, 4 steals and overall incredibly on ball defense – Alex Gager 9 points, 5 rebounds, 2 assists, 1 steal, 1 block, and some great effort on defense.

Game statistics

Full game link:

Highlights from the last 2 games: