Í blíðuveðri og rennifæri brunaði Selfossliðið vestur í Stykkishólm sl. sunnudag í leik gegn Snæfelli í 1. deild karla. Fátt var um varnir í fyrri hálfleik og skoruð 105 stig en í síðar hálfleik rankaði Selfossliðið upp úr rotinu, vann öruggan sigur, 81-104, og færði sig um leið aftur upp í 5. sæti deildarinnar.

Nokkur skörð voru hoggin í skildi beggja liða. Snæfell saknaði nokkurra leikmanna, sérstaklega miðherja síns og einnig „spilandi“ þjálfara sem hægt gengur að fá fyrir leikheimild. Selfoss leikur sömuleiðis án þriggja leikmanna sem eru meiddir. En bæði lið byrjuðu samt sem áður með fimm inná.

Fyrri hálfleikurinn var jafn, liðin í vöruskiptum með körfur og ekki mikill vilji sjáanlegur til að herða að andstæðingnum, sannkölluð aðventustemmning sveif yfir vötnum, mannkærleikur og allir voru góðir við alla. Snæfell leiddi 53-52 í hálfleik.

Selfoss hóf seinni hálfleikinn betur, skoraði 8 fyrstu stigin og tók forystuna, og lét hana ekki af hendi það sem eftir lifði leiks. Munurinn var þetta 5-10 stig úr þriðja fjórðung, staðan við lok hans 65-74. Í lokafjórðungnum breikkaði bilið smám saman, úrslit seinni hálfleiks 28-52 og niðurstaðan því 23 stiga sigur Selfyssinga, 81-104.

Hinn sænski Anders Adersteg var allt í öllu hjá Snæfelli, mjög lipur og skemmtilegur leikmaður með fjölbreyttar hreyfingar og mjúkar í teignum. Hann lék allar 40 mín. og skoraði 28 stig, tók 7 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Aron Hinriksson (19), Benjamín Kristjánsson (12) og Eiríkur Sævarsson (9) komu næstir í stigaskori.

Tíu af ellefu leikmönnum Selfoss komust á blað í stigaskori. Þar fór fremstur Christian Cunningham með 29 stig og 93% skotnýtingu, en hann bætti við 16 fráköstum og 3 vörðum skotum, 44 í framlag. Snæfellingar voru skiljanlega í mestu vandræðum að verjast honum í teignum, hann tróð yfir mann og annan og sýndi litla kurteisi hvað það varðar. Christo var fljótt kominn í villuvandræði og sat nokkuð af þeim sökum, náði þó 27 mínútum.

Kristijan Vladovic hélt áfram að skreyta tölfræðiblaðið sitt, 23 stig (53% skotnýting), 4 fráköst, 9 stoðsendingar, 5 stolnir og 31 framlagspunktur. Hvaða lýsingarorð eru hæfileg yfir svona tölur hjá tvítugum strák?

Svavar Ingi skilaði góðu búi, 10 stig og 4 fráköst á 15 mínútum og Sveinn Hafsteinn lýsti upp Fjárhúsið með skínandi leik og 10 stigum. Rhys gerði vel með 6 fráköstum og 9 stigum, og Alex sömuleiðis, 6 frk. og 6 stig. Þeir alnafnar, Arnórar Bjarkar, skoruðu báðir 6 stig, Sigmar Jóhann 3 og Páll Ingason 2.

Selfoss hafði, eins og gefur að skilja, betur í flestum tölfræðisamanburði. Mjög hallaði þó á okkar menn frá dómaranna hendi, villurnar 16-26, og sem fyrr er vítanýting Selfossliðsins fyrir neðan allar hellur, aðeins 61%.

En ritari var sáttur, eftir viðkomu hjá Sveini Arnari & co. í Skúrnum, að aka áleiðis heim „með sigur á bakinu“, eins og íþróttafréttamenn orða það. Og Selfoss „situr í 5. sæti“ deildarinnar, svo enn sé vitnað í þá ágætu málfarsráðunauta.

Tölfræðin

Helstu tilþrif leiksins

 

A good team win in Stykkihólmur last night for Selfoss Karfa, 104 – 81. Injuries have hit both teams pretty hard which means different players have had to step in various games, tonight was no different.

An up and down first half trading baskets, mixed with foul trouble to key players and injuries gave Snæfell a 1 point lead to close the first half.

Our defense was more disciplined in the second half which lead to easy opportunities on offense. This stretched a 9 point lead at the end of the third. Much of the same in the last quarter with a couple of runs gave us the 23 point win.

Key players:
Christian Cunningham 29pts, 16rebs, 3blks
Kristijan Vladovic 23pts, 9asts, 4 rebs, 5stls
Svavar Ingi and Sveinn Gunnarsson with 10 each

Game stats:

Game Highlights: