Körfubolti
- Grunntækni
- Greining á skotformi
- Knatttækni
- Fótavinna í vörn og sókn
- Sendingar
- Leikskilningur
- Myndgreining af leikjum og æfingum til að finna styrkleika og veikleika, hvar er alemnnt þörf að bæta sig.
- Æfingar til að auka skilning, vera fær um að þjálfa sjálfan sig og byggja upp sjálfstraust á öllum sviðum.
- Æfingar í beinni sem leikmenn þurfa að lesa og bregðast við á leikhraða.
- Hæfileikar og tilfinning fyrir leiknum
- Byggja upp sjálfstraust til að takast á við mistök
- Endurtekning, endurtekning, endurtekning
Styrktarþjálfun
Einstaklingsæfingaáætlanir til að styrkja hvern og einn af eftirfarandi lykilþáttum
- Styrkur
- Kraftur
- Jafnvægi
- Hraði
- Fimi
- Miðvöðvar
- Hreyfanleiki
- Viðbragðstími
Næring
Einn af vanmetnustu þáttunum til að komast á toppinn, sérstaklega í íþróttum ungmenna. Við bjóðum ungum íþróttamönnum leiðsögn og hjálp við að skapa sér góðar matarvenjur.
- Drykkjarvenjur
- Matseðill fyrir sumar / undirbúningstímabil / keppnistíabil
- Ráðleggingar um fæðubótarefni
- Líkamsþyngd
- Ráðgjöf um næringu fyrir leik/æfingu og eftir leik/æfingu
Sjúkraþjálfun
Sjúkraþjálfunarstöðin í bænum, „Máttur“, hefur á að skipa nokkrum af bestu sjúkraþjálfurum landsins. Þeir hjálpa okkur á fjölbreyttan hátt:
- Fræðsla um meiðslameðferð
- Sjúkraþjálfun
- Mat á meiðslum
- Íþróttanudd
- Umbótaáætlanir
Tengsl við körfuboltaheiminn
Starfsfólk okkar býr yfir fjölþættri reynslu eftir þátttöku í alþjóðlegum körfubolta á mörgum sviðum, og getur því hjálpað iðkendum að átta sig á körfuboltaheiminum, hvað þarf til að geta spilað í NCAA eða atvinnumennsku, og við að undirbúa þann feril sem þeir stefna á. Við getum komið okkar fólki í samband við réttu aðilana til að þróa ferilinn áfram, og leiðbeint þeim um árangursrík samskipti við heim atvinnumennskunnar.
- Starfslið okkar hefur starfsreynslu við:
- körfuboltaakademíur
- bandaríska háskólaboltann
- A-landslið
- atvinnumannalið í Evrópu
- körfuboltabúðir víða um heim
Liðsheild, andlegur styrkur og leiðtogahæfni
Lærdóminn af körfuboltavellinum er hægt að nýta í glímunni við lífið sjálft. Við hjálpum íþróttafólkinu okkar að tileinka sér venjur sem leiða til betri árangurs innan og utan vallar.
- Samskipti
- Markmiðasetning
- Ákvarðanataka
- Tímastjórnun
- Ábyrgð gagnvart sjálfum sér og að krefjast ábyrgðar af öðrum
- S-in þrjú: sjálfsagi, sjálfsöryggi og stöðugleiki
- Þjálfun í notkun samfélagsmiðla