Stjórn Selfoss Körfu fer að tilmælum sóttvarnayfirvalda og ÍSÍ og fellir niður allar æfingar á vegum félagsins til 23. mars nk. Eins og fyrr verður staðan tekin daglega og tilkynnt um breyttar áherslur jafnóðum og þær eru gefnar út.
Almannavarnir hafa verið að vinna að útfærslum skólastarfs í grunn- og leikskólum undanfarið en ekki gefist tími jafnframt til að huga að íþróttastarfi þessara aldurshópa. Sóttvarnayfirvöld telja að til að „útfæra þær takmarkanir sem nú eru í gildi með fullnægjandi hætti væri heppilegt að gera ekki ráð fyrir því að íþróttastarf fyrir þennan aldurshóp fari af stað fyrr en mánudaginn 23. mars nk. ÍSÍ mælist til að farið verði eftir þessum tilmælum.