Selfoss lék fjóra leiki í yngri aldursflokkum um helgina – og vann þá alla.

Fyrst hélt 12. flokkur karla til Grindavíkur sl. föstudag og lenti þar í hörkuleik en sigur vannst að lokum. Lokatölur hafa ekki borist inn á kki.is frá Grindvíkingum, en þetta var tæplega 10 stiga sigur og í raun fyrsti leikurinn hjá liðinu í vetur sem er spennandi.

Í gær, sunnudag voru þrír leikir í Gjánni. A-lið 11. flokks reið á vaðið kl. 13:00 í leik gegn Keflavík. Það var einstefna, úrslitin 136-79. Klukkan 15:00 tók B-lið 11. flokks við keflinu og mætti Fjölni. Selfoss vann þann leik líka létt, 99-67. Síðasta sprettinn tók ungmennaflokkur gegn Val og þar var svipað uppi á teningnum, 25 stiga sigur okkar manna, 101 – 76.

Fimmti sigurleikurinn, sem vísað er í í fyrirsögn, var svo heimaleikur Selfoss gegn Ármanni í 1. deild karla og sagt hefur verið frá hér á síðunni, úrslitin 100-82.

12. flokkur karla:

Selfoss – Grindavík / ??? (2 – 0)

11. flokkur drengja:

Selfoss – Keflavík / 136 -79

Selfoss b – Fjölnir / 99 – 67

Ungmennaflokkur karla:

Selfoss – Valur / 101 – 76

Það er þétt dagskrá hjá 11. flokksliðunum, en þau leika bæði næst dag eftir dag, b-liðið 31.03 og 01.04 og a-liðið 16.04. og 17.04. Sjálfsagt eru ástæður fyrir þessu en í fljótu bragði sýnast vera nægilega margir dagar í dagatalinu til að dreifa leikjunum betur.

Það má sannarlega segja að allt sé í syngjandi sveiflu þessa dagana.

ÁFRAM SELFOSS!!!