Með stofnun meistaraflokks kvenna stækkaði starf félagsins umtalsvert og eðlilega fjölgaði heimaleikjunum.  Það hefur verið vinsælt að grilla borgara á heimaleikjum karla og kvenna í haust og skapar skemmtilega stemningu í kringum leikina. Við leituðum til félaga okkar í Árvirkjanum um styrk fyrir frystikistu fyrir félagið og að sjálfsögðu voru þeir til í að styðja við okkur. Það er ómetanlegt fyrir rekstur á íþróttastarfi að fyrirtækin í samfélaginu séu svo myndarleg að styðja við starfið á ýmsan hátt. Án þeirra væri þetta ekki hægt. Myndin er þegar Haukur og Guðjón afhentu Guðbjörgu formanni kistuna góðu.
Bestu þakkir frá Selfoss Körfu til Árvirkjans fyrir stuðninginn!

Áfram Selfoss!