Selfoss tapaði sl. mánudagskvöld fyrir Stjörnunni í undanúrslitum bikarkeppni 10. flokks drengja, lokatölur 72-88.

Stjarnan náði undirtökunum snemma í leiknum. Munurinn var 8-12 stig allan leikinn. Selfossliðið fór að taka sjensa í vörninni í lok leiks en Stjarnan sá við öllum slíkum tilraunum, enda frábært lið og vel þjálfað.

Selfoss tapaði frákastabaráttunni illa og það vóg þungt á metunum. En baráttan í liðinu var til fyrirmyndar eins og vant er, og stuðningurinn í stúkunni framúrskarandi.

Þó að þessi bikar sé fyrir bí, þá er annar í boði og strákarnir munu gera áhlaup að honum þegar líður á vorið.

ÁFRAM SELFOSS!!!