Það var stór hópur stuðningsmanna Selfoss körfu sem fylgdu strákunum í 12. flokki í vesturbæinn, nánar tiltekið á Meistaravelli til að fylgjast með þeim spila til úrslita í síðustu viku. Þar mættu þeir Skallagrím úr Borganesi í úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn í 2. deild. Selfyssingar mættu til leiks taplausir eftir 22 leiki í vetur undir dyggri stjórn þjálfaranna Karls Ágústs og Bjarma. Glæsilegur árangur það.
Leikurinn var jafn lengi vel en í seinni hálfleik náðu okkar menn að síga framúr og auka við forystuna sína. Niðurstaðan var 16 stiga sigur 88-72 og deildarmeistaratitillinn í höfn. Frábær stemning var í stúkunni og létu stuðningsmenn Selfoss vel í sér heyra.
Maður leiksins var Selfyssingurinn Birkir Hrafn Eyþórsson en hann stal 3 boltum, tók 15 fráköst, gaf 3 stoðsendingar auk þess sem hann skoraði 18 stig. Með þannann árangur í farteskinu eftir frábært tímabil mun liðið keppa í 1. deild að ári en liðið samanstóð af strákum sem flestir eru fæddir 2006 og voru því að spila „upp fyrir sig „.
Það verður spennandi að fylgjast með þeim á komandi misserum og framtíðin svo sannarlega björt hjá Selfoss körfu