Suðurlandsstúlkurnar í 10. flokki spiluðu gegn Haukum í Ólafssal í Hafnarfirði í gær, laugardag. Þetta reyndist brattur hjalli að klífa og Haukar unnu leikinn örugglega, 66-26.

Suðurland (Selfoss/Hamar/Hrunamenn) er nú í miðri deild, 4. sæti af 7 liðum í 2. deild Íslandsmótsins. Haukastúlkur tróna á toppnum, ósigraðar með 12 stig og Grindavík kemur þar á eftir, en þetta eru gríðarsterk lið bæði tvö. ÍR er svo í þriðja sætinu.

Suðurlandsliðið hefur unnið tvo leiki en tapað þremur þegar hér er komið sögu, unnið bæði Val og Tindastól, en ekki enn mætt Vestra, sem er neðst liðanna. Vestraleikurinn var færður til 22. janúar. Enn er óljóst hvenær leikurinn í Grindavík fer fram, en hann er líka á dagskrá 22. janúar á keppnisdagatali KKÍ.

Þó nokkuð sé enn í bestu liðin eru stelpurnar á réttri leið og nægur tími til að bæta sig.

ÁFRAM SUÐURLAND!!!