Enn ein vikan og enn einn útileikurinn hjá drengjaflokki FSU sl. þriðjudagskvöld. Að þessu sinni gegn KR í 7. umferð Íslandsmótsins.
KR er efst í töflunni, hefur ekki enn tapað leik, en strákarnir okkar mættu á heimavöll þeirra fullir hugrekkis og börðust af krafti frá upphafi til loka.
Eftir ágæta byrjun missti FSU KR-inga 10 stig framúr sér við lok fyrsta leikhluta, 28-18. Um miðjan annan fjórðung náðu leikmenn FSU að pressa betur á heimamenn og kreista fram tapaða bolta. Með góðri pressuvörn allan völlinn náðu okkar menn frábærum 6-26 kafla, og 5 stiga forystu. Þessi ákafi varnarleikur tók í fæturna, skotin urðu ómarkviss og KR hóf gagnsókn með 18-5 kafla og tók aftur forystuna, 57-49 í hálfleik.
Slök vörn í þriðja leikhluta, sem KR vann 38-24, gerði svo út um leikinn, og 23-26 „sigur“ í fjórða leikhluta sagði lítið upp í þá hít sem orðin var, úrslitin 118-99. Eins og stigaskorið ber með sér er verk að vinna fyrir FSU-liðið að þétta varnir sínar gegn styrkleikum andstæðinganna.
Tölfræðiþáttur | KR | FSU |
2st. skot heppnuð | 34 = 68 stig | 17 = 34 stig |
3st. skot heppnuð | 11 = 33 stig | 17 = 51 stig |
Vítaskot | 17/25 | 14/16 |
Liðsvillur | 16 | 21 |
Better defence needed
Stats | KR | FSU |
2pts shots made | 34 = 68 pts | 17 = 34 pts |
3pts shots made | 11 = 33 pts | 17 = 51 pts |
Freethrows | 17/25 | 14/16 |
Team fouls | 16 | 21 |