Selfoss mætti Umf. Álftaness á útivelli sl. miðvikudagskvöld í mikilvægum leik í baráttu um sæti í úrslitakeppni 1. deildar karla.

Leikurinn hófst nokkuð fjörlega með körfum á báða bóga en fljótlega varð varnarleikurinn í fyrirrúmi og staðan 16-16 eftir fyrsta fjórðung. Selfoss var sterkari aðilinn í öðrum hluta, bæði í vörn og sókn,  hélt Álftnesingum í 12 stigum í fjórðungnum og leiddi í hálfleik, 28-34.

Heimaliðið náði sér á strik í upphafi seinni hálfleiks án þess að Selfoss svaraði almennilega fyrir sig, ekki fyrr en seint í þriðja fjórðung, vann þennan hluta 29-16 og leiddi með 7 stigum fyrir lokafjórðunginn. Selfoss sneri við blaðinu í fjórða hluta, jafnaði fljótt og komst 4 stigum yfir á tíma, en þetta varð járn í járn og jafntefli niðurstaðan, 69-69. Selfoss fékk tækifæri til að komast stigi yfir þegar 7 sek. voru eftir en brást bogalistin á vítalínunni og því varð að framlengja.

Framlengingin var jöfn og spennandi en fjárans óheppni og vafasöm dómgæsla á krítískum augnablikum rændi okkar menn góðu tækifæri til að gera út um leikinn og Álftnesingar fengu að klára dæmið á vítalínunni, 81-79.

Maður leiksins var Christian Cunningham með 29 stig (57% nýting), 22 fráköst, 2 stolna, 1 varið skot, 2 stoðsendingar og 38 í framlag.

Kristijan Vladovic skoraði 19 stig, tók 6 fráköst og agf 3 stoðsendingar, Arnór Bjarki Eyþórsson skoraði 14 stig og tók 2 fráköst, Hlynur Logi Ingólfsson skoraði 6 stig í sínum fyrsta leik, Alex Gager 5 og 5 fráköst), Maciek 4 stig og Sigmar Jóhann 2. Arnór Bjarki Ívarsson og Rhys Sundimalt bættust á meiðslalistann fyrir leikinn og gátu ekki tekið þátt.

Tölfræðin

Klippur úr leiknum

Allur leikurinn

 

Though loss in overtime @Álftanes

Selfoss Karfa travelled to Alftanes on Wednesday evening for a battle that could be a decider in the last playoff spot this season.

Both started the quarter scoring well but the tempo of the game slowed down with both teams clamping down on defense, only allowing 16 points apiece to end the first quarter.

Selfoss came out firing in the second quarter making plays at both ends of the floor. Relying on their defense once again to create a lead. Keeping Alftanes to 12 points, while Selfoss scoring 18 points to close the half Alftanes 28, Selfoss 34.

Alftanes came out strong in the second half,  going on a couple of runs without Selfoss responding until later in the quarter. Outscoring Selfoss 29-16 in the third, Alftanes went into the 4th quarter up 7 points.

Another strong start to a quarter by Selfoss closed the gap and even putting them up 4 at one point. But with both teams upping the physicality of the game it levelled out at 69 – 69. Selfoss had a chance to go up 1 with 7 seconds of regulation but couldn’t convert at the free-throw line.

The overtime stayed close with both teams making shots but some unfortunate luck and some BIG calls not going there way led to Alftanes closing the game with free-throws to win the game by 2 points. Final score Alftanes 81, Selfoss 79.

Player of the game: Christian Cunningham, 29 points (57% shooting), 22 rebounds, 2 steals, 1 block, 2 assists.

Game statistics

Highlights of the game

Full game link