Það ríkti einlæg gleði á jólaæfingu Selfoss Körfu sl. föstudag. Auðvitað mættu jólasveinar á æfinguna. Þeir tóku fullan þátt í æfingunni, jafnt knattraki, körfuskotum og leikjum á tvær körfur. Ekki voru þeir með allar reglur alveg á hreinu en hvað með það? Að lokum settust allir saman og jólasveinarnir gáfu krökkunum gjafir, enda sælla að gefa en þiggja!!
Körfuknattleiksfélag Selfoss óskar iðkendum, félögum, styrktaraðilum, fylgjendum félagsins og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þakkar klærlega fyrir samfylgdina á liðnu ári.
ÁFRAM SELFOSS og gleðileg jól!!!