Selfoss átti ekki í neinum vandræðum með sameinaða nágranna sína úr Hveragerði og Þorlákshöfn í gær í 12. flokki drengja. Leikurinn fór fram á útivelli í Þorlákshöfn og úrslitin stórsigur „litla bróður“ á Selfossi, 55 – 103.

Þetta var 17. sigurleikur 12. flokks Selfoss í röð, liðið hefur skorað 102.8 stig en fengið á sig 64.6 að meðaltali, hefur skorað 649 stigum meira en andstæðingarnir og því unnið 17 leiki með rúmlega 38 stiga mun að meðaltali.

Það er bráðskemmtilegt að fylgjast með þessu liði, „hálf gaman að þessu“, eins og sagt er þegar vel gengur, leikmennirnir eru flestir ennþá í 11. flokki en þó tveir á yngra ári 12. flokks.

Næstu leikir liðsins eru gegn Suðurnesjastórveldunum, fyrst í Grindavík gegn heimaliðinu þar nk. föstudag, 24. mars kl. 17:30 og síðan heima í Gjánni gegn Keflavík þriðjudaginn 28. mars. kl. 20:30

ÁFRAM SELFOSS!!!