Í dag birti KKÍ nöfn þeirra sem þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa valið í sína fyrstu æfingahópa. Selfoss Karfa er virkilega stolt að segja frá því að 9 iðkendur frá félaginu fengu boð í þessa hópa. Þau eru eftirfarandi:

U15 stúlkna:

Sigríður Svanhvít Magnúsdóttir

U16 drengja:

Stefán Karl Sverrisson

U18 drengja:

Fjölnir Morthens

Pétur Hartmann Jóhannsson

U20 kvenna:

Anna Katrín Víðisdóttir

Valdís Una Guðmannsdóttir

U20 karla:

Ari Hrannar Bjarmason

Skarphéðinn Árni Þorbergsson

Tristan Máni Morthens

Einnig má nú nefna að til viðbótar er Birkir Hrafn Eyþórsson valinn í U20 karla en hann spilaði upp alla yngri flokka á Selfossi en spilar fyrir Hauka í Bónus deildinni í vetur.

U15 og U16 liðin ásamt U18 drengja koma saman til æfinga rétt fyrir jól en U18 stúlkna og U20 liðin þegar Íslandsmótinu lýkur.

Við hjá félaginu óskum þessum ungu og efnilegu iðkendum innilega til hamingju með valið og vitum að þau verða sjálfum sér og félaginu til sóma. Áfram Selfoss!