Fyrsta umferð 1. deildar karla fór fram í kvöld. Okkar menn byrjuðu tímabilið á útileik í Laugardalshöllinni á móti Ármanni.
Selfyssingar byrjuðu leikinn af krafti og leiddu eftir fyrsta leikhlutann 16-34. Annar leikhluti var öllu jafnari og náðu heimamenn að laga stöðuna örlítið fyrir hálfleik í stöðuna 42-55. Selfyssingar héldu uppteknum hætti og héldu gestgjöfunum í hæfilegri fjarlægð til leiksloka og lönduðu góðum 73-87 sigri í þessum fyrsta leik tímabilsins.
Birkir Hrafn átti góðan leik og skilaði 26 stigum fyrir Selfyssinga. Aðrir atkvæðamiklir í liði gestanna voru Michael Asante með 17 stig og 20 fráköst og Vojtéch Novák með 16 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar. Ísak Júlíus var með 10 stig og 10 fráköst, Ísar Freyr 10 stig, Arnór Bjarki 6 stig og Tristan Rafn 2 stig.
Allir leikmenn Selfyssinga komu við sögu í leiknum.
Næsti leikur Selfoss er á heimavelli nk. miðvikudag kl. 19:15 þegar liðið tekur á móti Skallagrími. Fjölmennum á leikinn og hvetjum okkar menn til sigurs!
Áfram Selfoss!