Miðvikudagskvöldið 26. febrúar nk. frá 19:30 – 20:30 býður Selfoss Karfa foreldrum iðkenda sinna, þjálfurum og eldri iðkendum (8.fl og eldri) upp á fyrirlestur í austurrými Vallaskóla.
Hugrún Vignisdóttir, sálfræðingur, mun fjalla um eðli og orsakir kvíða, birtingarmyndir í körfubolta og gagnleg bjargráð fyrir mismuandi aldur iðkenda.
Skráning fer fram í gegnum sportabler en þegar hefur verið stofnaður viðburður og foreldrar beðnir um að skrá mætingu þar.
Hlökkum til að sjá sem flest!