Fyrsti leikur tímabilsins fór fram í Vallaskóla þar sem strákarnir í 9. fl. fengu Val B í heimsókn. Selfoss byrjaði af krafti og voru með afgerandi forystu að fyrsta fjórðungi loknum. Valsararnir náðu að klóra í bakkann í öðrum leikhluta og minnkuðu muninn fyrir hálfleik. Strákarnir okkar settu svo í næsta gír og unnu leikinn þæginlega, 64-41 okkur í vil.
Annar leikur 9.fl. fór svo fram í Skógaseli en þar kepptu piltarnir á móti heimamönnum úr ÍR. Sama sagan var í fyrsta leikhluta þar sem Selfoss liðið var með afgerandi forystu eftir fyrsta fjórðung. Í þetta sinn gáfu okkar menn engin grið og kláruðu leikinn með frábærum sigri þar sem lokatölur leiksins voru 57-35 og annar Selfoss sigur í hús.
Frábær byrjun á tímabilinu og verður gaman að fylgjast með strákunum hans Arnórs Bjarka þjálfara 9.flokks í næstkomandi leikjum.