Unglingaflokkur er samstarfsverkefni Selfoss, Hamars og Hrunamanna. Strákarnir eru búnir að spila 2 leiki, fyrst heima gegn Haukum og síðan úti gegn ÍR. Bæði Haukar og ÍR eru með í sínum liðum stráka sem spila stór hlutverk í úrvalsdeildarliðum félaganna og því við ramman reip að draga.

Selfoss/Hamar/Hrun. – Haukar : 76-89

ÍR – Selfoss/Hamar/Hrun. : 110-77

Þrátt fyrir tap þá börðust strákarnir af krafti og komu sterkir til baka eftir að hafa lent 20-30 stigum undir í báðum leikjum, átu upp muninn og veittu anstæðingunum góða keppni. Þeir stóðust þó ekki pressuna til loka og lentu í klemmu í 4. leikhluta, sumpart vegna villuvandræða.

Í fyrri leiknum drógu Sigurjón og Elvar vagninn í stigaskori og stolnum boltum en Arnór lét til sín taka í fráköstunum bæði í sókn og vörn.

Í seinni leiknum var Björn Ásgeir óstöðvandi á löngum köflum. Elvar bætti við öðrum 20 stiga leik og Sigurjón var öflugur bæði sókn og vörn.

Það er alveg ljóst að unglingaflokksliðið, eins og stúlkna- og drengjaflokksliðin, á eftir að slípa sig saman, en liðin eru að stórum hluta skipuð leikmönnum sem hafa ekki spilað saman áður og þurfa nokkra leiki og fleiri æfingar til að læra hver á annan og finna liðstaktinn.

Næsti leikur:

Fjölnir – Selfoss/Hamar/Hrun, 27.10. kl. 12:30 í Dalhúsum, Gravarvogi.