Selfoss dróst gegn Dominosdeildarliði Skallagríms í 16 liða úrslitum Geysisbikarkeppni karla. Leikið verður í Fjósinu, heimavelli Skallagríms í Borgarnesi.
Dregið var rétt í þessu en öll 1. deildarliðin sem komust áfram í keppninni lenda nú á móti úrvalsdeildarliði. Vestri fékk heimaleik gegn Haukum, Hamar heimaleik gegn Stjörnunni og Fjölnir leikur gegn Tindastóli í Síkinu á Sauðárkróki.
Leikir í 16 liða úrslitum fara fram dagana 15. – 17. desember.