Stelpurnar okkar í minnibolta 10 ára stóðu sig heldur betur um helgina á fjölliðamóti í Grindavík. Þær léku fjóra leiki, tvo í gær, laugardag og aðra tvo í morgun, og unnu alla leikina örugglega, með minnst 15 stiga  mun. Þetta þýðir að þær færast upp um deild og spreyta sig næst gegn lengra komnum liðum, en um þetta snýst heila málið, að reyna sig sífellt við meira og meira krefjandi verkefni til að framfarir verði.

Úrslitin voru sem hér segir:

Selfoss – Njarðvík2: 24 – 4

Selfoss – KR2: 22 – 2

Selfoss – Grindavík b: 19 – 3

Selfoss  – Haukar: 36 – 21

ÁFRAM STELPUR!

ÁFRAM SELFOSS!!!