Þorgrímur Starri Halldórsson hefur gengið til liðs við Selfoss. Hann kemur úr Vesturbæ Reykjavíkur, þar sem hann hefur alið manninn síðasta eitt og hálfa árið hjá KR. 

Starri er 208 sm. miðherji, aðeins 18 ára gamall og á framtíðina fyrir sér. Hann hóf körfuboltaferilinn hjá Fjölni og æfði og keppti með yngri flokkum félagsins í 10 ár, áður en hann söðlaði um vestur yfir læk, þar sem hann æfði og spilaði með drengja, unglinga og m.fl. á síðasta tímabili.

Starri var í U16 landsliðshópnum og er nú nýkoinn frá Finnlandi þar sem hann var á NM með U18 landsliðinu.

Það er ánægjulegt að ungir og efnilegir leikmenn velji að koma á Selfoss til að eflast og þroskast sem leikmenn og bjóðum við Starra hjartanlega velkominn í flottan hóp ungliða hjá félaginu.