Góður sigur FSU í drengjaflokki
Drengjaflokkslið FSU-Akademíu gerðir sér lítið fyrir og vann Vestra sl. laugardag.
Leikurinn fór fram í Hveragerði og úrslitin 89-79. Þessi fíni sigur er liðinu vonandi gott veganesti fyrir framhaldið eftir nokkra tapleiki. Þess ber að geta að nánast allir leikmenn FSU-liðsins eru á fyrra ári í drengjaflokki, auk þess að koma frá 4 mismunandi félögum, þannig að það tekur sinn tíma að stilla saman strengi og búa til samhent lið.
Næsti leikur verður leikinn á Flúðum 24. febrúar en þá mætir liðið Stjörnunni.
„Suðurland“ átti við Hauka í 10. fl. stúlkna
Sameiginlegt lið Þórs, Hamars, Hrunamanna og Selfoss í 10. flokki stúlkna atti kappi við Hauka sl. laugardag. Leikurinn fór fram í Gjánni á Selfossi og Haukastúlkur reyndust aðeins of stór biti að þessu sinni og leikurinn tapaðist með 9 stiga mun, úrslitin 39-48.
7. flokkur drengja keppti á Flúðum
Þriðja umferð í 7. flokki fór fram um helgina. Okkar drengir kepptu á Flúðum og voru mótherjarnir Hrunamenn, Breiðablik og tvö lið frá Stjörnunni. Ansi mjótt var á mununum í einum leiknum en meira vantaði upp á í hinum þremur og töpuðust allir leikirnir en greinilegar framfarir hjá strákunum og nóg eftir af vetrinum til að bæta sig enn frekar. Úrslit leikjanna urðu þessi:
Selfoss-Stjarnan c: 27-29
Selfoss-Hrunamenn: 19-37
Selfoss-Breiðablik: 25-54
Selfoss-Stjarnan b: 25-35