Selfoss-Karfa hefur ábyggilega kolefnisjafnað sjálfa sig, eftir seinni gróðursetningardag ársins. Í gær plantaði félagið hátt á 18. þúsund birkiplöntum og snemmsumars litlu minna. Að þessu sinni lagði félagið sitt af mörkum til að skapa skjól fyrir nágranna okkar og vini í Þorlákshöfn, en eins og fólk veit veitir ekki af þar við ströndina, þó stórvirki hafi verið unnið í uppgræðslu eyðisanda þar undanfarna áratugi.
Það var meistaraflokkur karla sem bar hitann og þungann af vinnunni að þessu sinni, með góðri hjálp frá nokkrum fjölskyldum og stjórnarfólki. Strákarnir stóðu sig afburðavel, unnu eins og hestar og hópurinn lauk verkefninu á aðeins rúmum þremur klukkustundum í ágætu veðri.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir teknar við þetta skemmtilega verkefni: