A hópur 10. flokks drengja fékk KR í heimsókn í Gjána í gærkvöldi. Liðin mættust í haust á heimavelli KR, sem hafði betur í það skiptið í hörkuleik.

Leikurinn í gær var líkt og sá fyrri æsispennandi og liðin skiptust á að hafa nauma forystu allan leikinn. Varnarleikur okkar manna var hikstandi frá upphafi til enda en sóknarleikurinn var örlítið skárri og hélt Selfossliðinu inni í leiknum.

Selfoss leiddi 41-39 í hálfleik og eftir hlé átti að þétta raðirnar og stinga gestina af en það gekk ekki skv. áætlun og og leikurinn í járnum fram á síðustu sekúndu. Þegar lítið var eftir náðu KRingar 6 stiga forystu, 65-71, og voru með leikinn í höndum sér. Selfoss tók leikhlé til að reyna að stoppa í götin – og það tókst með þeim ágætum að okkar menn náðu að stöðva allar sóknir gestanna og tryggja sér sigur á lokasekúndunum, 73-71.

Með sigrinum færist Selfossliðið upp í 2. sæti A-riðils, en þessi lið mætast aftur eftir 11 daga í Vesturbæ Reykjavíkur.

Allir leikmennirnir okkar komust á blað í gær í stigaskori, Tristan Máni skoraði mest, eða 16 stig, Birkir Máni og Birkir Hrafn skoruðu 13, Arnór Daði og Gísli Steinn voru með 6 stig, Sigurður Logi 5, Ari Hrannar og Benjamín Rökkvi 4, Unnar Örn og Hjörvar 2 og Sigurður Darri 1 stig.

ÁFRAM SELFOSS!!!