Búið er að endurraða leikjum í efstu deildum karla og kvenna, þ.e. Domino´s deildunum og 1. deildum. Unnið er að endurskipulagningu leikjadagatals yngri flokka.
Unglingaflokkur Selfoss ríður á vaðið og leikur frestaðan leik úr bikarkeppni gegn Keflavík og 1. deildarlið Selfoss mætir Álftanesi á útivelli í fyrsta leik eftir hlé. Bikarkeppni meistaraflokks hefur verið endurskipulögð á þann hátt að öll 12 liðin í Domino´s deild fara sjálfkrafa í 16 liða úrslit og 9 lið úr fyrstu deild þurfa að spila um þau fjögur sæti sem eftir eru. Fyrri dráttur er því ógildur, en Selfoss hafði dregið heimaleik gegn Álftanesi í 32 liða úrslitum.
U.fl. ka. – bikar
Keflavík – Selfoss
Blue-höllin, þri. 3. nóv. kl. 19:15
1. deild karla
Álftanes – Selfoss
Forsetahöllin, fös. 13. nóv. Kl. 19:15
Svo er að bíða og sjá hvort sóttvarnayfirvöld grípa til harðari aðgerða í dag eða næstu daga svo allt nýja skipulagið fari í uppnám …